Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður í liði Reggina sem tapaði, 2-0, fyrir toppliði Inter.
Zlatan Ibrahimovic kom Inter yfir úr vítaspyrnu snemma í leiknum og Nicolas Burdisso bætti síðara markinu við áður en flautað var til leikhlés.
Emil kom inn á 58. mínútu og átti eitt gott skot að marki en Julio Cesar, markvörður Inter, varði mjög vel frá honum. Þetta gerðist þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.
Inter er nú með níu stiga forskot á Roma sem á leik til góða en Inter mætir Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.
Emil lék í tapleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



