Erlent

Stálu 200 tonna stálbrú

Brotajárnsþjófum í Rússlandi tókst að ræna 200 tonna stálbrú að næturlagi án þess að nokkur tæki eftir athæfinu.

Brúin var staðsett í héraðinu Khabarovsk og var hluti eina vegarins sem liggur að orkuveri héraðsins. Eigendur orkuversins segja að endurbygging brúarinnar muni kosta um tífalt andvirði brotajárnsins. Þeir ætla að byggja aðra brú, en að þessu sinni úr steinsteypu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×