Erlent

Íraskur hermaður banaði bandaríkjamönnum

Íraskur hermaður skaut tvo bandaríska hermenn til bana og særði þrjá til viðbótar þann 26 desember síðastliðinn. Íraskur túlkur féll einnig í skotárásinni. Óstaðfestar fréttir hafa borist af þessu atviki undanfarna daga en það var fyrst staðfest af bandarískum yfirvöldum í dag.

Talið er að þetta sé í fyrsta staðfesta tilvikið sem íraskur hermaður ræðst gegn og banar bandarískum hermönnum síðan Bandaríkjamenn tóku völdin í Írak árið 2003.

Hermálayfirvöld í Írak hafa þegar brugðist við með því að herða eftirlit með nýskráningum sínum í herinn og kanna frekar hugsanlega tengsl nýliða við uppreisnarhópa.

Íraskir fjölmiðlar segja hins vegar að uppreisnarhópar tengist málinu ekki. Heldur hafi að íraski hermaðurinn hafið skothríð gegn þeim bandarísku eftir að hafa séð þá daðra við Íraska konu skömmu áður. Hann er nú í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×