Erlent

Upplýsingar sænsku leyniþjónustunnar á glámbekk

USB minniskubbur fullur af leyniskjölum sænska hersins fannst á bókasafni í Stokkhólmi á fimmtudag. Meðal leyniskjalanna voru skýrslur um friðargæslu Nató í Afghanistan. Fundurinn þykir rýra traust á sænska leyniþjónustu.

Á minniskubbnum voru einnig skýrslur frá einkareknu amerísku öryggisfyrirtæki um morðtilraun á varnarmálaráðherra Líbanon sem og um morð utanríkisráðherra Sri Lanka. Bengt Sandstrom ofursti í leyni- og öryggisþjónustunni segir að jafn ógætileg meðferð leyniupplýsinga sé óviðunandi og geti leitt til sex mánaða fangelsisdóms. Hann segir að traust á sænska leyniþjónustu hafi boðið mikinn skaða. Upplýsingar á milli leyniþjónusta landa á milli byggi á því að hvert land kunni að höndla upplýsingarnar.

Hermaður viðurkenndi af hafa látið minniskubbinn á rangan stað. Hann fannst svo í gestatölvu á bókasafni í Stokkhólmi og var afhentur sænska Aftonblaðinu, sem lét hann ganga áfram til hersins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herinn týnir USB minniskubbi með leyniskjölum. Árið 2006 tapaðist eitt slíkt í bílaleigubíl sem innihélt upplýsingar hollenskrar hernaðaraðgerðar í Afghanistan. Á því var einnig að finna upplýsingar um skuldbindingar hollenskra herdeilda í Afghanistan og öryggisgæslu varnarmálaráðherra Hollands Henk Kamp.

Hermanninum sem tapaði kubbnum í Svíþjóð hefur ekki verið vikið frá störfum en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×