Erlent

Útgönguspár spá Saakashvili sigri

Mikhail Saakashvili
Mikhail Saakashvili

Útgönguspár sem sjónvarpsstöðvar í Georgíu létu framkvæma segja að Mikhail Saakashvili hafi fengið 52.5% atkvæða í forsetakosningunum í landinu. Verði það raunin er ekki þörf á annari umferð kosninga.

Levan Gachechiladze, aðalkeppinautur Saakashvilii fékk 28.5 5 samkvæmt spánni.

Opinberar tölur hafa enn ekki verið birtar.

Fái Saakashvilii minna en helming atkvæða þarf hann að heyja baráttu við þann frambjóðanda sem fékk næst flest atkvæði í annari umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×