Erlent

Dæmdur fyrir að sýna dónamyndir

Maðurinn setti dónamyndir af konunni á netið. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Maðurinn setti dónamyndir af konunni á netið. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Ítalskur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa sett klámfengnar myndir af fyrrverandi kærustu sinni á netið og sent um 15 þúsund tölvupósta með myndunum.

Það var dómstóll í Róm sem kvað upp þennan dóm.

Maðurinn, sem er 32 ára gamall, bjó til heimsíðu sem lét líta út fyrir að fyrrverandi kærasta hans væri að bjóða upp á kynlífsþjónustu. Á síðunni birti hann svo myndir sem hann hafði í fórum sínum frá því að hann og konan voru í sambandi og sýndu konuna í erótískum stellingum. Símanúmer konunnar var einnig birt á síðunni.

Þetta allt gerði maðurinn til þess að ná sér niðri á konunni en hann mun hafa verið afar ósáttur við sambandsslit þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×