Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. KR vann nauman 2-1 sigur á Keflavík á útivelli, en KR var spáð Íslandsmeistaratitlinum í sumar.
Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu mörk KR í leiknum, en Katrín skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Vesna Smiljkovic skoraði mark suðurnesjaliðsins.
Breiðablik lagði nýliða Aftureldingar á útivelli 3-1 eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik.
Fylkir lagði Fjölni 2-0 á útivelli og HK/Víkingur og Stjarnan skildu jöfn 1-1.