Erlent

Gos hafið í eldfjalli í Chile

Gos er hafið í eldfjallinu Laima í Chile og hafa um 150 manns verið fluttir frá svæði í grennd við fjallið. Eldfjallasérfræðingar eru nú að meta stærð gossins og hvort ástæða sé til að flytja fleiri frá svæðum umhverfis fjallið. Það eru 13 ár síðan Laima gaus síðast en alls er vitað um 60 eldgos í hinu rúmlega 3.000 metra háa fjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×