Erlent

Lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Kenía

Jendayi Frazer sendifulltrúi Bandaríkjanna í Afríku.
Jendayi Frazer sendifulltrúi Bandaríkjanna í Afríku. MYND/AFP

Helsti erindreki Bandaríkjanna í Afríku hefur lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu sem blossaði upp áður en úrslit forsetakosninganna í Kenýa urðu ljós. Jendayi Frazer hefur verið í Keníu síðustu þrjá daga og fundað með Mwai Kibaki forseta og stjórnarandstöðunni. Hún segir kosningarnar ekki hafa verið nægilega gegnsæjar og ofbeldið sem fylgdi í kjölfarið ekki lýsandi fyrir þjóðina.

Í viðtali við AP fréttastofuna í dag sagðist Frazer telja að Kibaki forseti og Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar væru tilbúnir til samninga. Hún sagði helstu fyrirstöðu viðræðna þeirra vera skortur á trausti en báðir vilji sanngjarna stöðu. Stjórnarandstaðan hefði óskað eftir óháðum sáttasemjara og sagðist myndu hjálpa til við að búa réttan jarðveg fyrir viðræðurnar.

Í viðtali við AP fréttastofuna í dag sagðist Frazer telja að Kibaki forseti og Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar væru tilbúnir til samninga. Hún sagði helstu fyrirstöðu viðræðna þeirra vera skortur á trausti en báðir vilji sanngjarna stöðu. Stjórnarandstaðan hefði óskað eftir óháðum sáttasemjara og sagðist myndu hjálpa til við að búa réttan jarðveg fyrir viðræðurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×