Erlent

Letisafn opnar í Kólumbíu

MYND/Getty Images

Safn sem á að vekja fólk til umhugsunar um leti hefur verið opnað í Bógóta höfuðborg Kólumbíu. Á því eru sófar fyrir framan sjónvarpstæki, hengirúm og venjuleg rúm - og allt það sem tengist því þegar fólk forðast að vinna.

Hugmyndin er að fá fólk til að hugsa um leti og andstæðu þess - of mikla vinnu - svo það geti jafnvel komist að niðurstöðu um jafnvægi þar á milli.

Þeir sem hyggjast heimsækja safnið verða að hafa hraðann á því það lokar eftir eina viku.

Marcela Arrieta safnvörður segir að fólk hugsi yfirleitt um leti sem óvin vinnu. „Þess vegna vildum við kanna hvað fólk hugsar um félagslegu hliðina á því að leggja sig, vera atvinnulaus eða að finnast við eyða tíma að óþörfu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×