Erlent

Dauði Díönu var manndráp af gáleysi

Dauði Díönu prinsessu og Dodi Fayed ástmanns hennar var manndráp af gáleysi. Þetta er niðustaða kviðdóms í réttarrannsókninni á dauða prinsessunnar sem staðið hefur yfir í sex mánuði.

Niðurstaða kviðdómsins var manndráp af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjórans Henry Paul. Kviðdómurinn tilnefndi sem áhrifaþátt að Henry Paul hefði verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð í Alma göngunum í París í ágúst árið 1997.

Hann komst einnig að þeirri niðurstöðu að ljósmyndararnir og bílstjórar þeirra hefðu keppt við Mercedes bifreiðina á vítaverðan hátt og keyrt svo nálægt henni að Paul hafði ekkert svigrúm.

„Úrskurður kviðdómsins er sá alvarlegasti sem hann hefði getað komist að," sagði Sarah Hughes fréttaritari Sky við Hæstarétt Lundúna í dag. Dánardómstjórinn hefði varað við að niðurstaðan yrði þessi þar sem manndráp af gáleysi með stórkostlegri vanrækslu jafngilti morði.

Scott Baker dánardómsstjóri útilokaði möguleikann á því að kviðdómurinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að parið hefði verið myrt vegna skorts á sönnunargögnum. En hann gaf þeim möguleika á opnum úrskurði.

Úrskurðurinn hafnar samsæriskenningu Mohamed al Fayed, faðir Dodi, sem hefur haldið því fram að parið hafi verið myrt af Philip prins og bresku leyniþjónustunni.

Það tók kviðdóminn 23 klukkutíma að íhuga málið í heild sinni eftir sex mánaða rannsókn og komast að niðurstöðu. Dómarinn þakkaði kviðdómnum fyrir og sagði að úrskurðurinn væri sögulegur viðburður.


Tengdar fréttir

Kviðdómendur lentu í óhappi í París

Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed.

Mamma Díönu prinsessu kallaði hana hóru

Paul Burrell einkaþjón Díönu prinsessu segir að móðir hennar hafi kallað hana hóru þar sem hún vildi giftast manni sem var múslimatrúar.

Díana var ekki með barni

Lík Díönu prinsessu af Wales, sýndi engin merki þess að hún hefði verið ófrísk. Þetta fullyrti meinafræðingurinn Dr. Robert Chapman fyrir rétti í dag. Dr. Chapman krufði lík Díönu. Hann sagði að kviður hennar og móðurlíf hefðu ekki tekið þeim breytingum sem það myndi gera í ófrískri konu. Chapman viðurkenndi þó að þessar breytingar þyrftu ekki endilega að vera ljósar á fyrstu þremur vikum meðgöngunnar.

Læknar Díönu athuguðu ekki óléttu

Læknarnir sem reyndu að bjarga lífi Díönu eftir áreksturinn í París gerðu ekki á henni óléttupróf. Þetta kom fram í dag við réttarannsókn sem fram fer á dauða Díönu þessa dagana.

Var brúðkaup í vændum hjá Díönu?

Réttarrannsóknin yfir dauða Díönu prinsessu og Dodi Al Fayed ástmanni hennar tók óvænta stefnu í gær þegar kviðdómendum var sýnd kvittun fyrir „trúlofunar“-hring sem Dodi keypti klukkustundum áður en parið lést.

Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu

Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust.

Kviðdómur Díönurannsóknar íhugar niðurstöðu

Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur dregið sig í hlé til að íhuga úrskurð sinn. Síðustu tvo daga hefur Scott Baker lávarður og dánardómstjóri dregið saman helstu sönnunargögn áður en hann sendi kviðdóminn úr dómsalnum.

Ráðsmaður Díönu laug um hring

Paul Burrell fyrrverandi ráðsmaður Díönu prinsessu kom fram sem vitni við réttarrannsóknina á dauða hennar í dag. Þar sagðist hann af ásettu ráði hafa haldið því leyndu að Dodi Fayed hafi gefið prinsessunni hring skömmu áður en þau létust í bílslysi.

Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað

Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997.

Bílstjóri Díönu var á perunni

Í rannsókn þeirri sem nú stendur yfir á dauða Díönu prinsesssu í París fyrir áratug síðan hefur komið í ljós að bílstjórinn Henri Paul hafði drukkið að minnsta kosti átta einfalda drykki, eða sem nemur einni flösku af rauðvíni, áður en ökuferð hans með prinsessuna og kærasta hennar Dodi Fayed hófst. Áður hefur því verið haldið fram að hann hefði aðeins drukkið tvo einfalda drykki. Rannsóknin er að tilstuðlan föður Dodis, Mohammed al Fayed sem ætíð hefur haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt.

Charles var eina ást Díönu

Charles var stóra og eina ástin í lífi Díönu prinsessu, að sögn náinnar vinkonu hennar. Hún elskaði hann til síðasta dags og hefði aldrei dottið í hug að giftast Dodi Al-Fayed.

Segir að Dodi hafi verið Díönu ótrúr

Hljóðupptaka af símtali á milli Kelly Fisher fyrirsætu og fyrrverandi kærasta hennar Dodi Al Fayed var lögð fyrir réttarrannsóknina á dauða Díönu prinsessu í gær. Í símtalinu sem fyrirsætan tók upp segir hún að Dodi að hafi flogið með hana til St. Tropez þar sem hún hefði mátt dúsa í bát á daginn á meðan hann gerði sér dælt við Díönu. Síðan hafi hann eytt nóttunum með henni.

Hélt að Díana myndi lifa af

Fyrsti læknirinn sem kom að Díönu prinsessu eftir bílslysið í París sem kostaði hana og Dodi Al Fayed ástmann hennar lífið, segist hafa trúað því að hún myndi lifa slysið af. Frederic Mailliez sagði við réttarrannsóknina á dauða prinsessunnar af Wales að hún hefði “veinað, verið meðvitundarlaus og máttlítil,” þegar hann kom að slysinu örfáum mínútum eftir slysið.

Bréf drottningamannsins til Díönu miskunnarlaus

Philip drottningamaður skrifaði miskunnarlaus og niðurlægjandi bréf til Diönu prinsessu þar sem hann gagnrýndi siðsemi hennar og lífstíl. Simone Simmons vinkona Díönu bar vitni um þetta við réttarhöldin á dauða Díönu í dag. Hún sagði að prinsessan hefði sýnt sér tvö bréf frá hertoganum af Edinborg frá 1994 eða 1995.

Díana óttaðist um líf sitt

Bréf sem Díana Prinsessa skrifaði og innihélt fullyrðingar um að Karl Bretaprins skipulagði “bílslys” þar sem hún ætti að deyja var gert opinbert í fyrsta skipti í gær.

Drakúla fjölskyldan í Buckingham höll

Mohammed al-Fayed sparaði ekki stóryrðin þegar hann var kallaður sem vitni í dag vegna rannsóknar á dauða sonar hans Dodi, og Díönu prinsessu.

Trevor Rees fyrir réttarrannsókn Díönu á morgun

Trevor Rees, eini maðurinn sem komst lífs af úr bílslysinu sem tók líf Díönu prinsessu mun bera vitni við réttarrannsóknina á dauða prinsessunnar á morgun. Auk Díönu lést Dodi Fayed ástmaður hennar og Henri Paul bílstjóri.

Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur

Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni.

Díana prinsessa var hætt með Dodi

Ástarævintýri Díönu prinsessu og Dodis Fayed var lokið tveimur vikum áður en hún lést í hörmulegu bílslysi í París í ágúst 1997. Rannsókn á andláti Díönu hefur staðið yfir frá því í haust. Við vitnaleiðslur yfir Rodney Turner, sem var náinn vinur Díönu, sagði hann að prinsessan hefði fullyrt við sig að samband þeirra væri á enda. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian.

Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“

Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“.

Philip prins lét ekki myrða Díönu

Engin sönnunargögn benda til þess að Philip drottningarmaður hafi fyrirskipað að Díana prinsessa og Dodi Fayed ástmaður hennar yrðu myrt. Þetta kom fram í samantekt Scott Baker lávarðs sem fer fyrir réttarrannsókninni á dauða prinsessunnar í London.

Bíll Díönu gæti hafa lent í árekstri

Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed.

Díana grunaði al-Fayed um njósnir

Díana prinsessa hélt að Mohamed al-Fayed njósnaði um sig í síðustu siglingunni sem hún fór með Dodi, syni hans. Systir prinsessunnar, Sarah McCorquodale, skýrði frá þessu við vitnaleiðslurnar vegna dauða Díönu í dag.

Lífvörður Díönu prinsessu flúinn til Írak

Lífvörður Díönu prinsessu, Trevor Rees, hefur hafið störf hjá öryggisfyrirtæki sem starfar í Írak. Að sögn eiginkonu hans er það til þess að flýja áreitið sem fylgir nýrri rannsókn á dauða Díönu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×