Segir Íslendinga gjalda pólitískar stöðuveitingar dýru verði 14. nóvember 2008 13:33 Jón Steinsson hefur verið stjórnvöldum innan handar í kreppunni. Jón Steinsson, lektor við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, segir Íslendinga ekki hafa efni á pólitískum stöðuveitingum og segir Davíð Oddsson og þar með þjóðina alla aðhlátursefni víða um heim. Í harðorðum pistli á vefritinu Deiglunni fer Jón yfir pólitískar ráðningar hér á landi og ábyrgð stjórnmálamanna. Hann byrjar á því að gagnrýna nýskipuð bankaráð ríkisbankanna sem virðist hafa verið skipuð á pólitískum en ekki faglegum forsendum. „Með fullri virðingu fyrir því fólki sem er í þessum nýju bankaráðum þá held ég að enginn telji að þarna fari þegar á heildina er litið þeir aðilar sem eru best til þess fallnir að gæta þeirra gríðarlegu hagsmuna sem skattgreiðendur hafa af rekstri nýju bankanna. Margt af þessu fólki virðist ekki hafa nokkra einustu reynslu af bankastarfsemi," segir Jón. Davíð athlægi um allan heim Hann segir það vissulega ekki neina nýlundu á Íslandi að fagleg sjónarmið víki fyrir flokkspólitík þegar ráðið sé í stöður hjá ríkinu en Íslendingar hafi farið að súpa seyðið af þessu á undanförum árum. „Er nema von að allt sé að fara til fjandans á Íslandi þegar trekk í trekk er gengið fram hjá hæfasta fólki landsins og afdankaðir stjórnmálamenn, skyldmenni þeirra og aðrir flokkshestar eru ráðnir í margar helstu stöður innan ríkisins," segir Jón, en hann hefur verið meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í yfirstandandi erfiðleikum. Og Jón heldur áfram: „Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu Seðlabankastjóra er gott dæmi. Aðgerðir hans og ummæli á síðustu vikum og mánuðum hafa gert það að verkum að fjöldi erlendra stórblaða hefur birt greinar sem hæðast að honum og hæðast í leiðinni að íslensku þjóðinni. Við þurfum að lifa með afleiðingum pólitískra ráðninga ekki bara í Seðlabankanum heldur einnig í dómskerfinu, lögreglunni, utanríkisþjónustunni, heilbrigðiskerfinu, ráðuneytunum, ríkisstofnunum, ríkisfyrirtækjum og víða annars staðar. Við líðum öll fyrir þessar ráðningar á hverjum degi þótt það sé ekki augljóst nema þegar allt ef komið í óefni," segir hann enn fremur. Rumsfeld hefði setið sem fastast á Íslandi Þá segir Jón, sem er doktor í hagfræði, að ekki verði lengur komist hjá því að menn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Einu dæmin um slíkt hafa með smámál að gera eins og bílakaup, laxveiði og nú síðast að reyna að koma höggi á samherja. En þegar hundruð milljóna tapast og nú í seinni tíð hundruð milljarða gerist ekkert. Meira að segja George Bush þurfti á endanum að láta Donald Rumsfeld, Michael Brown og Alberto Gonzales fara. Á Íslandi hefðu þessir menn setið sem fastast," segir Jón og bætir við að Íslendingar hafi ekki efni á því að ganga fram hjá hæfasta fólkinu þegar kemur að stjórn mikilvægustu stofnana landsins. Pistil Jóns má nálgast hér. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Jón Steinsson, lektor við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, segir Íslendinga ekki hafa efni á pólitískum stöðuveitingum og segir Davíð Oddsson og þar með þjóðina alla aðhlátursefni víða um heim. Í harðorðum pistli á vefritinu Deiglunni fer Jón yfir pólitískar ráðningar hér á landi og ábyrgð stjórnmálamanna. Hann byrjar á því að gagnrýna nýskipuð bankaráð ríkisbankanna sem virðist hafa verið skipuð á pólitískum en ekki faglegum forsendum. „Með fullri virðingu fyrir því fólki sem er í þessum nýju bankaráðum þá held ég að enginn telji að þarna fari þegar á heildina er litið þeir aðilar sem eru best til þess fallnir að gæta þeirra gríðarlegu hagsmuna sem skattgreiðendur hafa af rekstri nýju bankanna. Margt af þessu fólki virðist ekki hafa nokkra einustu reynslu af bankastarfsemi," segir Jón. Davíð athlægi um allan heim Hann segir það vissulega ekki neina nýlundu á Íslandi að fagleg sjónarmið víki fyrir flokkspólitík þegar ráðið sé í stöður hjá ríkinu en Íslendingar hafi farið að súpa seyðið af þessu á undanförum árum. „Er nema von að allt sé að fara til fjandans á Íslandi þegar trekk í trekk er gengið fram hjá hæfasta fólki landsins og afdankaðir stjórnmálamenn, skyldmenni þeirra og aðrir flokkshestar eru ráðnir í margar helstu stöður innan ríkisins," segir Jón, en hann hefur verið meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í yfirstandandi erfiðleikum. Og Jón heldur áfram: „Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu Seðlabankastjóra er gott dæmi. Aðgerðir hans og ummæli á síðustu vikum og mánuðum hafa gert það að verkum að fjöldi erlendra stórblaða hefur birt greinar sem hæðast að honum og hæðast í leiðinni að íslensku þjóðinni. Við þurfum að lifa með afleiðingum pólitískra ráðninga ekki bara í Seðlabankanum heldur einnig í dómskerfinu, lögreglunni, utanríkisþjónustunni, heilbrigðiskerfinu, ráðuneytunum, ríkisstofnunum, ríkisfyrirtækjum og víða annars staðar. Við líðum öll fyrir þessar ráðningar á hverjum degi þótt það sé ekki augljóst nema þegar allt ef komið í óefni," segir hann enn fremur. Rumsfeld hefði setið sem fastast á Íslandi Þá segir Jón, sem er doktor í hagfræði, að ekki verði lengur komist hjá því að menn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Einu dæmin um slíkt hafa með smámál að gera eins og bílakaup, laxveiði og nú síðast að reyna að koma höggi á samherja. En þegar hundruð milljóna tapast og nú í seinni tíð hundruð milljarða gerist ekkert. Meira að segja George Bush þurfti á endanum að láta Donald Rumsfeld, Michael Brown og Alberto Gonzales fara. Á Íslandi hefðu þessir menn setið sem fastast," segir Jón og bætir við að Íslendingar hafi ekki efni á því að ganga fram hjá hæfasta fólkinu þegar kemur að stjórn mikilvægustu stofnana landsins. Pistil Jóns má nálgast hér.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira