Erlent

Men hej med dig bedstefar

Óli Tynes skrifar

Danir eru nýtin þjóð. Þar í landi er þrjátíu og ein líkbrennsla. Og nú ætla menn að tengja þær við fjarvarmaveitu til danskra heimila til þess að nýta hitann frá líkbrennslunum.

Bæði kirkjumálaráðuneytið og opinber siðanefnd hafa þegar lagt blessun sína yfir þetta fyrirkomulag. Og kirkjugarðsstjórar segja að þeir séu alveg tilbúnir til samstarfs.

Einn þeirra segir í samtali við danska blaðið BT að þeir noti gas fyrir rúmar sex milljónir króna á ári til þess að brenna líkin. Ef hægt sé að nýta hitann betur sé það hið besta mál.

Það er því útlit fyrir að afi gamli muni í framtíðinni yfirgefa þennan heim í gegnum ofnana á dönskum heimilum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×