Erlent

Ítalska lögreglan tók eignir Calabriu mafíunnar

Ítalska lögreglan hefur lagt hald á eignir og fjármuni Calabriu mafíunnar í Lombardi héraðinu. Nemur andvirði þess sem lagt var hald á hátt í 27 milljöðrum króna.

Í viðamikilli aðgerð í gærmorgun réðust þungvopnaðir sérsveitarmenn lögreglunnar á vígi mafíunnar í héraðinu og lögðu hald á hús, bíla, jarðir og fyrirtæki í eigu mafíunnar. Jafnframt voru bankareikningar í eigu mafíunnar frystir.

Aðgerðin var gerð í tengslum við rannsókn á sex morðum sem mafían framdi í Þýskalandi síðasta sumar. Hafa yfir 30 manns verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×