Umboðsmaður þjálfarans Roberto Mancini segir að Mancini vilji gjarnan halda áfram sem þjálfari Inter. Framtíð Mancini er í mikilli óvissu og talað um að Jose Mourinho taki sæti hans.
„Hann er mjög ánægður hjá Inter og er á fjögurra ára samningi. Hann hefur unnið þrjá titla og félagið stefnir á að vinna Meistaradeildina líka," sagði umboðsmaðurinn Giorgio De Giorgis.
Massimo Moratti, forseti Inter, segist bera mikla virðingu fyrir Mancini og að hann vilji halda honum sem þjálfara.