Stjóri Hoffenheim trúir ekki eigin augum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2008 15:46 Stuðningsmenn 1899 Hoffenheim eru kátir með sína menn. Nordic Photos / Bongarts 1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum. Þýski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum.
Þýski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira