Erlent

Kynlífsbyltingin er loks komin til Kína

Kynlífsbyltingin er loksins komin til Kína þarlendum yfirvöldum til töluverðar hrellingar. Byltingin fer þó hljótt í landinu

Kynlífsbyltingin í Kína kemur í kjölfar vaxandi efnhagslegrar velmegunnar þjóðarinnar og því að stjórnvöld hafa aflétt mörgum af þeim hömlum sem settar voru á daglegt líf Kínverja undir stjórn Maó formanns. Á tímabili Maó var ást og kynlíf talið merki um borgaralega siðspillingu og bæði kynin klæddust sama litlausa fatnaðinum. Allt fram til níunda áratugarins á síðustu öld var það litið hornauga ef par hélst í hendur á opinberum stað.

Ný könnun sýnir að á milli 60 og 70% Kínverja hafa stundað kynlíf fyrir hjónaband en þetta hlutfall var aðeins 15% í sambærrilegri könnun árið 1989.

En þessi þróun hefur haft í för með sér nokkrar óæskilegar afleiðingar. Þannig berast fregnir af því að eftir árlegt vikufrí í skólum landsins séu um 80% þeirra kvenna sem leita til fóstureyðingarstofa í Shanghæi mennaskólanemar. Þar að auki er nú merkjanlegt að ung fólk býr lengur heimavið og giftist seinna á lífsleiðinni en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×