Erlent

Obama safnaði þremur og hálfum milljarði á einum mánuði

Barack Hussein Obama
Barack Hussein Obama

Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, safnaði rúmum þremur og hálfum milljarði íslenskra króna í kosningasjóð sinn í febrúarmánuði einum saman.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja þetta met hjá forsetaframbjóðana í landinu.

Þetta er meira en einum milljarði meira en Obama safnaði í kosningasjóð sinn í janúarmánuði en þá safnaði hann meira fé en keppinautur sinn Hillary Clinton sem þá var að setja persónulegt met í fjáröflun.

Fréttaskýrendur vestra fylgjast vel með kosningasjóðum frambjóðenda enda skiptir það miklu að eiga digra sjóði þegar mjótt er á munum. Sumir gagna jafnvel svo langt að segja að baráttan ráðist nær eingöngu að því hvor frambjóðandi eyði meira í auglýsingar.

Þetta er þó að sjálfsögðu umdeilt eins John McCain veit en hann hlaut útnefningu síns flokks eftir að framjóðendur með mun meira fjármagn á bak við sig, eins og Mitt Romney og Rudy Giuliuani, helltust úr lestinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×