Erlent

Þrír látnir eftir árás Ísraela

Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús í dag.
Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús í dag.

Ísraelskir hermenn drápu þrjá Palestínumenn í árás inn á Gaza svæðið í dag. Árásin var svar við ítrekuðum loftskeytaárásum þaðan inni í Ísrael.

Fréttir herma að allir hinna þriggja látnu hafi verið óbreyttir borgarar. Óstaðfestar fréttir herma að um hafi verið að ræða Eina kona, 18 ára karl og 16 ára ungmenni.

25 palestínumenn að auki særðust í átökunum í dag, þar af 10 byssumenn sem vörðust ísraelsku hersveitunum.

Nokkrir ísraelskir hermenn særðust einnig eftir að lofskeyti sem ætlað var skriðdreka þeirra sprakk í grennd við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×