Erlent

Hvetja til mótmæla í Georgíu

Saakashvili forseti lýsti yfir sigri eftir niðurstöður útgönguspáa.
Saakashvili forseti lýsti yfir sigri eftir niðurstöður útgönguspáa. MYND/AFP

Stjórnarandstaðan í Georgíu hvetur stuðningsmenn til mótmæla í höfuðborginni Tblisi en þeir segja að útgönguspár hafi verið falsaðar. Samkvæmt þeim vann Saakashvili forseti yfirburðasigur í kosningunum sem hann boðaði til eftir að hafa barið niður mótmæli stjórnarandstöðunnar gegn sér í nóvember. Þá þykja kosningarnar prófsteinn á lýðræði í landinu.

Levan Gachechiladze helsti keppinautur forsetans og leiðtogi níu flokka stjórnarandstöðunnar fékk 28 prósent fylgi samkvæmt útgönguspám, en Saakashvili 52 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×