Erlent

Sterkur jarðskjálfti í Grikklandi

MYND/Getty Images

Sterkur jarðskjálfti upp á 6,5 á Richter reið yfir Grikkland í morgun. Jarðfræðingar segja upptök skjálftans 120 kílómetra suðvestur af Aþenu í suðurhluta Pelopsskaga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli eða slysum á fólki.

Jarðskjálftar verða reglulega í Grikklandi en skjálftinn í morgun fannst einnig á Ítalíu. Síðasti alvarlegi jarðskjálfti á Grikklandi varð í september árið 1999. Þá létust meira en eitt hundrað manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×