Erlent

Kerstin Fritzl vöknuð

Óli Tynes skrifar
Sjúkrahúsið þar sem Kerstin Fritzl liggur.
Sjúkrahúsið þar sem Kerstin Fritzl liggur.

Læknar í Austurríki hafa vakið hina nítján ára gömlu Kerstin Fritzl úr dái. Henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan hún losnaði úr kjallaradýflissu föður síns og afa Josef Fritzl. Þar hafði hún dvalið alla sína ævi.

Það sem meðal annars þjáir stúlkuna er að hafa búið við slæmt loft, hreyfingarleyfi og lélegan mat, í dýflissunni. Lengi var henni ekki hugað líf, þar sem líffæri hennar voru farin að gefa sig.

Læknar segja að þótt hún hafi verið vakin til lífsins muni hún þurfa margra mánaða endurhæfingu áður en hún losni af sjúkrahúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×