Erlent

Áfram í Georgíu

Georgíuher.
Georgíuher.

Yfirvöld í Moskvu fullyrtu í dag að hermenn þeirra hafi nú yfirgefið Georgíu og að brottflutningurinn sé í samræmi við friðarsamkomulagið. Þar með hafi Rússar staðið við sínar skuldbindingar.

Aftur á móti hafi þeir komið upp sérstöku öryggissvæði. BBC hefur eftir ráðamönnum að Rússar hafa þó hug á að hafa um 2500 hermenn í sjálfstjórnarhéruðunum Abkhazíu og Suður-Ossetíu. Þar verða eftirlitsstöðvar rússneska hersins.

Yfirvöld í Georgíu segja aftur að Rússar hafi ekki staðið við friðarsamkomulagið sem nýverið var undirritað.

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, og starfsbróður hans í Bandaríkunum, George Bush, taka undir gagnrýnina og segja Rússa ekki hafa staðið við samkomulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×