Erlent

Pissuðu á mat svartra starfsmanna háskóla í S-Afríku

Nokkrir hvítir nemendur við háskólann í Free State í Suður Afríku eiga von á ákærum eftir að þeir þvinguðu svarta starfsmenn skólans til að borða mat sem búið var að pissa á.

Mikil reiði ríkir meðal almennings eftir að myndband sem virðist sýna nemendurna skipa fimm eldri starfsmönnum að drekka bjór og gera leikfimiæfingar var sýnt á Suður-Afrísku sjónvarpsstöðinni ETV. Í eitt skiptið eru starfsmennirnir þvingaðir til að borða mat sem búið er að pissa á. Rektor skólans hefur fordæmt myndbandið.

Nemendur og starfsfólk mótmæltu við skólalóðina í Bloemfontein og nemendahópar segjast vera að skipuleggja herferð á landsvísu gegn kynþáttafordómum.

Myndbandið mun hafa verið tekið upp til að mótmæla fyrirtætlunum um að sameina íbúðabyggingar hvítra og svartra á háskólalóðinni.

Mpho Lakaje fréttaritari BBC segir að háskólinn sé þekktur fyrir að hvítir nemendur séu í miklum meirihluta allt frá afnámi aðskilnaðarstefnunnar árið 1994.

Á síðustu arum hefur skólinn átt í erfiðleikum með að fá nemendur af öðrum kynþáttum í skólann. Atvikið á myndbandinu er af mörgum talið bera merki um klárt umburðarleysi gagnvart öðrum kynþáttum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×