Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni 26. júní 2008 13:00 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira