Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni 26. júní 2008 13:00 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira