Vellauðugi ævintýramaðurinn Steve Fossett var í gær úrskurðaður látinn. Hans hefur verið saknað í fimm mánuði - eða allt frá því lítil flugvél með hann einan innanborðs hvart yfir eyðimörkinni í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Ekkert hefur spurst til Fossetts síðan þá. Dómstóll í Chicago úrskurðaði hann látinn í gær að ósk eiginkonu hans. Dómari sagði allt benda til þess að hinn sextíu og þriggja ára gamli Fossett væri allur.
Fossett talinn af
