Erlent

Barak og Hillary hnífjöfn í Texas

Tvær nýjar skoðanakannanir í Texas sýna að Barak Obama og Hillary Clinton eru hnífjöfn hvað fylgi varðar meðal Demókrata. Fréttaskýrendur eru sammála um að ef Clinton vinni ekki í Texas og eða Ohio sé hún búin að tapa baráttunni við Obama.

Og einhverjar örvæntingar er farið að gæta meðal stuðningsmanna Clinton eins og myndbirtingin af Obama í hvítum kufli og með túrban sýnir en hún var birt á vefsíðunni Drudgereport. Forstöðumaður síðunnar segir að hann hafi fengið myndina í hendur frá stuðningsmönnum Clinton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×