Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb 9. maí 2008 11:14 MYND/Egill Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Eins og fram hefur komið var Guðmundur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins og þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals sex milljónir króna í bætur. Skipti máli að sæði hans færi inn í hana Ófagrar lýsingar eru af samskiptum Guðmundar og fórnarlamba hans í málinu. Þannig lýsir eitt fórnarlamba Guðmundar samskiptum sínum á þann hátt að hún hafi greint Guðmundi frá innstu málefnum. Fljótlega eftir það hefði Guðmundur farið að senda henni smáskilaboð þar sem hann hefði sagt henni hversu falleg hún væri og í einum skilaboðunum sagt henni að hann væri hrifinn af henni. „Á þessum tíma kvaðst A hafa verið farin að upplifa sig sem einhvers virði í augum ákærða og ekki síst í sínum eigin augum. Í framhaldi hafi ákærði tjáð henni að hann hefði dreymt kynlífsdraum um hana sem hefði verið á þann veg að hann hefði komið inn í eldhús í A-Götu þar sem hún hefði legið nakin á borðinu og hún verið þakin olíu, sem væri tákn um heilagan anda Guðs, og að þau ættu kynlíf saman sem væri andleg og líkamleg lækning fyrir hana og það skipti máli að sæði hans færi inn í hana og því hefði hann haft við hana samfarir á borðinu í þessum draumi. Hefði A fundist þessi orð ákærða heillandi, sérstaklega þar sem hann var hennar pastor og ráðgjafi," segir í dómnum. Taldi fórnarlömbum trú um að BDSM myndi hjálpa til við bata Dómurinn bendir á að Guðmundur hafi verið í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafi hrasað illa á lífsleiðinni og hafi nánast hvergi átt höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð. „Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði ákærði smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndarmálum sínum að áeggjan ákærða í þeim tilgangi að byggja upp traust milli ákærða og þeirra. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi sagt þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku í þeim tilgangi að sýna fram á einlægni sína og með þeirri aðferð aukið trúverðugleika sinn gagnvart kærendum," segir í dómnum. Ákærði hafi ýmist talið kærendum trú um að það væri vilji Guðs að þeir þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði Þá segir í dómnum að Guðmundur hafi brotið gegn konunum eftir að þær fóru frá Byrginu en þær hafi haldið áfram að taka þátt í samkomum og fleira. Konurnar hafi verið áfram í trúnaðarsambandi sem skjólstæðingar Guðmundar þar til yfir lauk. „Af öllu því sem að framan er rakið varðandi kæru hvers og eins brotaþola, er talið sannað að ákærði misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn," segir dómurinn. „Það er mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það ákærða til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum," segir dómurinn enn fremur. Fullyrðingar Guðmundar um óvild haldlausar Guðmundur og nokkur vitni komu fyrir dóm og héldu því fram að nokkrir einstaklingar stæðu að baki þeim kærum sem lagðar hefðu verið fram hjá lögreglu. Undirrótin hefði verið persónuleg óvild einstakra manna. „Ekkert er fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar og er vörn ákærða að þessu leyti haldlaus," segja dómendur. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Eins og fram hefur komið var Guðmundur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins og þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals sex milljónir króna í bætur. Skipti máli að sæði hans færi inn í hana Ófagrar lýsingar eru af samskiptum Guðmundar og fórnarlamba hans í málinu. Þannig lýsir eitt fórnarlamba Guðmundar samskiptum sínum á þann hátt að hún hafi greint Guðmundi frá innstu málefnum. Fljótlega eftir það hefði Guðmundur farið að senda henni smáskilaboð þar sem hann hefði sagt henni hversu falleg hún væri og í einum skilaboðunum sagt henni að hann væri hrifinn af henni. „Á þessum tíma kvaðst A hafa verið farin að upplifa sig sem einhvers virði í augum ákærða og ekki síst í sínum eigin augum. Í framhaldi hafi ákærði tjáð henni að hann hefði dreymt kynlífsdraum um hana sem hefði verið á þann veg að hann hefði komið inn í eldhús í A-Götu þar sem hún hefði legið nakin á borðinu og hún verið þakin olíu, sem væri tákn um heilagan anda Guðs, og að þau ættu kynlíf saman sem væri andleg og líkamleg lækning fyrir hana og það skipti máli að sæði hans færi inn í hana og því hefði hann haft við hana samfarir á borðinu í þessum draumi. Hefði A fundist þessi orð ákærða heillandi, sérstaklega þar sem hann var hennar pastor og ráðgjafi," segir í dómnum. Taldi fórnarlömbum trú um að BDSM myndi hjálpa til við bata Dómurinn bendir á að Guðmundur hafi verið í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafi hrasað illa á lífsleiðinni og hafi nánast hvergi átt höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð. „Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði ákærði smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndarmálum sínum að áeggjan ákærða í þeim tilgangi að byggja upp traust milli ákærða og þeirra. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi sagt þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku í þeim tilgangi að sýna fram á einlægni sína og með þeirri aðferð aukið trúverðugleika sinn gagnvart kærendum," segir í dómnum. Ákærði hafi ýmist talið kærendum trú um að það væri vilji Guðs að þeir þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði Þá segir í dómnum að Guðmundur hafi brotið gegn konunum eftir að þær fóru frá Byrginu en þær hafi haldið áfram að taka þátt í samkomum og fleira. Konurnar hafi verið áfram í trúnaðarsambandi sem skjólstæðingar Guðmundar þar til yfir lauk. „Af öllu því sem að framan er rakið varðandi kæru hvers og eins brotaþola, er talið sannað að ákærði misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn," segir dómurinn. „Það er mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það ákærða til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum," segir dómurinn enn fremur. Fullyrðingar Guðmundar um óvild haldlausar Guðmundur og nokkur vitni komu fyrir dóm og héldu því fram að nokkrir einstaklingar stæðu að baki þeim kærum sem lagðar hefðu verið fram hjá lögreglu. Undirrótin hefði verið persónuleg óvild einstakra manna. „Ekkert er fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar og er vörn ákærða að þessu leyti haldlaus," segja dómendur.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira