Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb 9. maí 2008 11:14 MYND/Egill Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Eins og fram hefur komið var Guðmundur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins og þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals sex milljónir króna í bætur. Skipti máli að sæði hans færi inn í hana Ófagrar lýsingar eru af samskiptum Guðmundar og fórnarlamba hans í málinu. Þannig lýsir eitt fórnarlamba Guðmundar samskiptum sínum á þann hátt að hún hafi greint Guðmundi frá innstu málefnum. Fljótlega eftir það hefði Guðmundur farið að senda henni smáskilaboð þar sem hann hefði sagt henni hversu falleg hún væri og í einum skilaboðunum sagt henni að hann væri hrifinn af henni. „Á þessum tíma kvaðst A hafa verið farin að upplifa sig sem einhvers virði í augum ákærða og ekki síst í sínum eigin augum. Í framhaldi hafi ákærði tjáð henni að hann hefði dreymt kynlífsdraum um hana sem hefði verið á þann veg að hann hefði komið inn í eldhús í A-Götu þar sem hún hefði legið nakin á borðinu og hún verið þakin olíu, sem væri tákn um heilagan anda Guðs, og að þau ættu kynlíf saman sem væri andleg og líkamleg lækning fyrir hana og það skipti máli að sæði hans færi inn í hana og því hefði hann haft við hana samfarir á borðinu í þessum draumi. Hefði A fundist þessi orð ákærða heillandi, sérstaklega þar sem hann var hennar pastor og ráðgjafi," segir í dómnum. Taldi fórnarlömbum trú um að BDSM myndi hjálpa til við bata Dómurinn bendir á að Guðmundur hafi verið í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafi hrasað illa á lífsleiðinni og hafi nánast hvergi átt höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð. „Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði ákærði smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndarmálum sínum að áeggjan ákærða í þeim tilgangi að byggja upp traust milli ákærða og þeirra. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi sagt þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku í þeim tilgangi að sýna fram á einlægni sína og með þeirri aðferð aukið trúverðugleika sinn gagnvart kærendum," segir í dómnum. Ákærði hafi ýmist talið kærendum trú um að það væri vilji Guðs að þeir þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði Þá segir í dómnum að Guðmundur hafi brotið gegn konunum eftir að þær fóru frá Byrginu en þær hafi haldið áfram að taka þátt í samkomum og fleira. Konurnar hafi verið áfram í trúnaðarsambandi sem skjólstæðingar Guðmundar þar til yfir lauk. „Af öllu því sem að framan er rakið varðandi kæru hvers og eins brotaþola, er talið sannað að ákærði misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn," segir dómurinn. „Það er mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það ákærða til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum," segir dómurinn enn fremur. Fullyrðingar Guðmundar um óvild haldlausar Guðmundur og nokkur vitni komu fyrir dóm og héldu því fram að nokkrir einstaklingar stæðu að baki þeim kærum sem lagðar hefðu verið fram hjá lögreglu. Undirrótin hefði verið persónuleg óvild einstakra manna. „Ekkert er fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar og er vörn ákærða að þessu leyti haldlaus," segja dómendur. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Eins og fram hefur komið var Guðmundur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins og þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals sex milljónir króna í bætur. Skipti máli að sæði hans færi inn í hana Ófagrar lýsingar eru af samskiptum Guðmundar og fórnarlamba hans í málinu. Þannig lýsir eitt fórnarlamba Guðmundar samskiptum sínum á þann hátt að hún hafi greint Guðmundi frá innstu málefnum. Fljótlega eftir það hefði Guðmundur farið að senda henni smáskilaboð þar sem hann hefði sagt henni hversu falleg hún væri og í einum skilaboðunum sagt henni að hann væri hrifinn af henni. „Á þessum tíma kvaðst A hafa verið farin að upplifa sig sem einhvers virði í augum ákærða og ekki síst í sínum eigin augum. Í framhaldi hafi ákærði tjáð henni að hann hefði dreymt kynlífsdraum um hana sem hefði verið á þann veg að hann hefði komið inn í eldhús í A-Götu þar sem hún hefði legið nakin á borðinu og hún verið þakin olíu, sem væri tákn um heilagan anda Guðs, og að þau ættu kynlíf saman sem væri andleg og líkamleg lækning fyrir hana og það skipti máli að sæði hans færi inn í hana og því hefði hann haft við hana samfarir á borðinu í þessum draumi. Hefði A fundist þessi orð ákærða heillandi, sérstaklega þar sem hann var hennar pastor og ráðgjafi," segir í dómnum. Taldi fórnarlömbum trú um að BDSM myndi hjálpa til við bata Dómurinn bendir á að Guðmundur hafi verið í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafi hrasað illa á lífsleiðinni og hafi nánast hvergi átt höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð. „Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði ákærði smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndarmálum sínum að áeggjan ákærða í þeim tilgangi að byggja upp traust milli ákærða og þeirra. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi sagt þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku í þeim tilgangi að sýna fram á einlægni sína og með þeirri aðferð aukið trúverðugleika sinn gagnvart kærendum," segir í dómnum. Ákærði hafi ýmist talið kærendum trú um að það væri vilji Guðs að þeir þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði Þá segir í dómnum að Guðmundur hafi brotið gegn konunum eftir að þær fóru frá Byrginu en þær hafi haldið áfram að taka þátt í samkomum og fleira. Konurnar hafi verið áfram í trúnaðarsambandi sem skjólstæðingar Guðmundar þar til yfir lauk. „Af öllu því sem að framan er rakið varðandi kæru hvers og eins brotaþola, er talið sannað að ákærði misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn," segir dómurinn. „Það er mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það ákærða til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum," segir dómurinn enn fremur. Fullyrðingar Guðmundar um óvild haldlausar Guðmundur og nokkur vitni komu fyrir dóm og héldu því fram að nokkrir einstaklingar stæðu að baki þeim kærum sem lagðar hefðu verið fram hjá lögreglu. Undirrótin hefði verið persónuleg óvild einstakra manna. „Ekkert er fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar og er vörn ákærða að þessu leyti haldlaus," segja dómendur.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira