Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan 21. júlí 2008 00:01 Kamela með hvolpinn sem eftir lifir Kamela keypti tvo hunda í Dalsmynni. Annar var af tegundinni Miniature Pinscher en hinn Chihuahua. Sá síðarnefndi drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins. Dýr Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins.
Dýr Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira