Erlent

Biðst afsökunar á morðhótun í barnaþætti

Fréttir af umræddum barnaþætti hafa farið eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim.
Fréttir af umræddum barnaþætti hafa farið eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim.

Stjórnandi palestínsku sjónvarpstöðvarinnar al-Aqsa hefur beðist afsökunar á því að hvatt hafi verið til þess að danski teiknarinn Kurt Westergaard yrði myrtur ef hann teiknaði aðra mynd af spámanninum Múhameð.

Umrædd hótun var borin fram í barnaþætti á stöðinni um síðustu helgi. Þar ræddu kanína Assud og stúlkan Sara um þá ákvörðun danskra blaða að endurbirta hluta skopmyndanna af Múhameð spámanni sem ollu miklum titringi í hinum íslamska heimi fyrir tveimur árum.

Í samtali við norska netmiðilinn Klassekampen viðurkennir sjónvarpsstjórinn, Hazeem Shaaraw, að um mistök hafi verið að ræða. „Þátturinn var sendur út í beinni útsendingu og við misstum stjórn á atburðarásinni. Hugmyndin var að að ræða um teikningarnar og útskýra að spámaðurinn líti ekki svona út," segir Shaaraw. Hann lofar því að slíkt komi ekki fyrir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×