Erlent

Segir Hamas-liða tilbúna fyrir stórárás Ísraela

Haniyeh segir Hamas tilbúið fyrir stórárás Ísraela.
Haniyeh segir Hamas tilbúið fyrir stórárás Ísraela. MYND/AP

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas-samtakanna, segir samtökin reiðubúin fyrir stórárásir frá Ísraelum. Þessi orð lét leiðtoginn falla í ávarpi í mosku nærri heimili hans á Gasaströndinni í dag.

Haniyeh hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð en talið er að Ísraelar reyni að ráða hann af dögum. Haniyeh hvatti íbúa á Gasa til þess að sýna einingu og sagði Ísraela haldna ranghugmyndum ef þeir héldu að þeir gætu komið Hamas-samtökunum frá völdum á svæðinu.

Því hafa samtökin stjórnað frá því í júní í fyrra og hafa Hamas-liðar skotið eldflaugum á ísraelsk skotmörk að undanförnu. Ísraelar hafa svarað með loftárásum sem hafa kostað á fjórða tug manna lífið á síðustu tveimur dögum. Ísraelar hafa sömuleiðis hótað stórskotaárás linni eldflaugaárásum Hamas-samtakanna ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×