Erlent

Forkosningar í Missisippi í dag

Barack Obama hafnaði boði Hillary Clinton um að verða varaforsetaefni hennar.
Barack Obama hafnaði boði Hillary Clinton um að verða varaforsetaefni hennar. MYND/AFP

Forkosningar Demókrata verða haldnar í Missisippi í Bandaríkjunum í dag. Barack Obama og Hillary Clinton halda áfram baráttu sinni fyrir útnefningu flokksins. Skoðanakannanir sýna að Obama hafi forskot í ríkinu þar sem meirihluti kjósenda er svartur.

Clinton er nú á leið til Pennsylvaníu sem er næsti stóri orrustuvöllur hennar og Obama en þar verður kosið 22. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×