Erlent

Endeavour í 16 daga leiðgangur út í geim

MYND/AP

Geimskutlunni Endeavour var skotið á loft frá Kennedy-geimstöðinni á Canaveral-höfða í nótt.

Sjö manna áhöfn er um borð og er ferðinni heitið í Alþjóðlegu geimstöðina. Áhöfnin mun dvelja 16 daga í geimstöðinni sem er lengsta dvöl áhafnar í stöðinni frá upphafi.

Endeavour var skotið á loft í myrkri sem þykir heldur óvenjulegt en veður var með besta móti og gekk skotið áfallalaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×