Erlent

Dauðrefsing gegn mansali í Sómalíu

Yfirvöld í Sómalíu hafa ákveðið að beita dauðrefsingu gegn öllum þeim sem staðnir verða að mansali í landinu.

Talið er að í fyrra hafi um 1.400 Sómalir farist er þeir reyndu að sigla hina hættulegu tveggja daga leið yfir til Jemen á illa búnum bátum í leit að vinnu. Þetta flóttafólk kemur að mestu frá suðurhluta Sómalíu og ferðast þvert yfir landið til að ná til norðurstrandarinnar.

Hluti þess lendir í þrælasölum á leiðinni og það eru þeir sem eiga nú hættu á dauðarefsingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×