Erlent

Thaksin frjáls ferða sinna í Taílandi

Thaksin Shinawatra fyrrum forsætisráðherra Tailands er frjáls ferða sinna í landinu eftir að hann greiddi rúmlega 13 milljón króna tryggingu.

Thaksin var tekinn beint til dómara við komuna til landsins í gærkvöldi og síðan sleppt úr haldi. Fleiri þúsund manns tóku á móti Thaksin á flugvellinum í Bangkok.

Herinn steypti Thaksin af stóli árið 2006 vegna spillingar en flokkur hans náði meirihluta á þinginu í kosningum í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×