Stjóri Hoffenheim trúir ekki eigin augum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2008 15:46 Stuðningsmenn 1899 Hoffenheim eru kátir með sína menn. Nordic Photos / Bongarts 1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira