Erlent

Stjónvöld í Pakistan slógu út YouTube um allan heim

Notendur vefsíðunnar YouTube eru æfir af reiði út í stjórnvöld í Pakistan eftir að vefsíðan sló út um heim allan í um klukkustund í gærdag.

Talið er að tilraunir pakistanskra stjórnvalda til að hindra aðgang þegna sinna að vefsíðunni hafi valdið þessu. Netþjónum í landinu var skipað að hindra aðganginn þar sem innihald YouTube var sagt vera móðgandi við múhammeðstrú.

Fyrir mistök komust þessar skipanir í netþjóna um allan heim með þeim afleiðingum að YouTube sló algerlega út á tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×