Erlent

Páfinn ræðir fortíð sína í Hitlersæskunni

Benedikt 16.
Benedikt 16. MYND/AP

Benedikt 16. páfi talaði í gær í fyrsta sinn opinberlega um veru sína í Hitlersæskunni á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Á unglingasamkomu í New York í gær sagði páfi að unglingsár hans hafi verið eyðilögð af hinu ískyggilega þriðja ríki.

Líkt og svo margir piltar á þessum tíma var Benedikt neyddur til að ganga til liðs við Hitlersæskuna og barðist hann með þýska hernum á síðari stigum síðari heimsstyrjaldarinnar. Undir lok stríðsins yfirgaf hann herinn og var hann stríðsfangi bandamanna um stutt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×