Erlent

Hundur ættleiðir kiðling

Þetta par í frönsku ölpunum er ekki tengt fjölskylduböndum eins og Billy og Lilly.
Þetta par í frönsku ölpunum er ekki tengt fjölskylduböndum eins og Billy og Lilly. MYND/Getty Images

Hundur í Bretlandi hefur tekið sér munaðarlausan kiðling samkvæmt frétt breska blaðsins Daily Mail. Billy er boxarahundur og hefur tekið 12 daga kiðlingnum eins og eigin afkvæmi. Hann sefur við hlið hans, þvær honum og fylgist með hverju spori hans í dýragarði í Devon á englandi.

Elisabeth Tozer eigandi hundsins segir að kiðlingurinn sem hlotið hefur nafnið Lilly hafi verið yfirgefinn af móðurinni aðeins nokkurra klukkustunda gamall. Þegar Tozer fór að gefa kiðlingnum tók Billy hann að sér. Lilly var minnsta afkvæmi móðurinnar í burði þriggja kiðlinga.

Á heimasíðu Daily Mail má sjá mynd af parinu sem hefur vakið mikla athygli á Pennywell Farm dýragarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×