Erlent

Drengur faldi sig eftir að keyra á húsvegg

Drengur lifir sig inn í að sitja undir stýri.
Drengur lifir sig inn í að sitja undir stýri. MYND/Getty Images

Fimm ára gamall tékkneskur drengur ákvað að láta sér ekki leiðast þegar hann vaknaði um miðja nótt. Miroslav Novak tók bíllykla foreldra sinna, skellti sér undir stýri fjölskyldubílsins, startaði honum, bakkaði út úr innkeyrslunni og keyrði af stað. Hann ók tæpa tvo kílómetra í heimabæ sínum í Mimon áður en hann endaði á húsvegg.

Foreldrar drengsins voru hringdu óttaslegnir í lögreglu þegar þeir vöknuðu og áttuðu sig á því að bæði barnið og bíllinn voru horfin. Lögreglan fann drenginn síðan í nálægum almenningsgarði þar sem hann hafði falið sig bakvið tré.

Drengurinn mun vera of ungur til að vera ákærður samkvæmt heimildum lögreglu á fréttavef Ananova.

Ivana Balakova talsmaður lögreglunnar sagði þó að félagsmálayfirvöld hefðu verið fengin til að rannsaka málið og komast að því hvernig standi á því að fimm ára gamall drengur kann að keyra bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×