Erlent

Reyndi að mata látinn föður sinn

Manni gefið að borða á elliheimili.
Manni gefið að borða á elliheimili. MYND/Getty Images

Þroskaheftur maður sem bjó með öldruðum foreldrum sínum í Bournemouth í Bretlandi reyndi að næra föður sinn eftir að hann var látinn. Lögregla var kölluð til þegar nágrannar létu vita um að ekki væri allt með felldu.

Í íbúðinni sem Paul Dumsday bjó í ásamt foreldrum sínum á níræðisaldri fann lögregla þremenningana, en foreldrarnir voru báðir látnir. Paul hélt að foreldrar sínir væru enn á lífi. Hann hafði sett servíettur um háls föður síns og reynt að mata hann þrátt fyrir að hann hefði verið látinn í þó nokkurn tíma. Móðir hans hafði látist nokkrum dögum áður en lögregla kom á staðinn. Tónlist hljómaði enn í eyrum hennar úr heyrnartólum Walkman tækis.

Dánardómsstjóri sagði lögreglu að ekki væri hægt að komast að dánarorsök föðurins þar sem lík hans hefði rotnað of mikið. Móðirin lést vegna vatnssöfnunar í lungum sem var afleiðing hjartasjúkdóms. Hún hafði einnig þjáðst af næringarskorti, var með sár á fótum og æxli í öðru nýra.

Félagsmálayfirvöld höfðu ekki hugmynd um aðstæður fjölskyldunnar fyrir atburðinn. Móðirin var samkvæmt heimildum dagblaðsins Bournemouth Echo ekki andlega heil.

Paul var samþykkti að vera lagður inn á St Ann sjúkrahúsið í Poole eftir að lögregla var kölluð til.

Talsmaður hagsmunasamtaka í Poole sagði að erfitt væri fyrir heilbrigðisyfirvöld að komast að slíkum aðstæðum fólks innan veggja heimilis ef það léti ekki vita. Málið væri áminning til almennings um að fylgjast með nágrönnum sínum og þeim sem búi einir.

Vandamálið lægi ekki síst í því að fólk vildi halda sjálfstæði sínu á eldri árum og búa eitt án þess að aðrir skiptu sér af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×