Tengist mafían hruni Tvíburaturnanna? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. mars 2008 00:01 Marion Cotillard hlaut Óskarinn fyrir bestan leik kvenna í myndinni La Vie en Rose sem byggir á ævi Edith Piaf. MYND/AFP Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Cotillard hefur komið sér í nokkur vandræði Vestanhafs vegna ummæla sem hún lét falla um árásirnar á tvíburaturnana. Í viðtali á franskri sjónvarpsstöð fyrir ári dró leikkonan í efa að árásirnar á tvíburaturnana hefðu verið af völdum hryðjuverka. Máli sínu til stuðnings vísaði hún til þess hversu fljótt turnarnir hrundu eftir árásirnar og benti á að kviknað hefði í öðrum turnum í heiminum án þess að þeir hefðu hrunið. „Enginn þessara turna hrundi. Og þarna í New York á nokkrum mínútum var allt hrunið," sagði hún í viðtalinu sem var birt á franska vefnum Marianne2 nýlega. Í bókinni Report from Ground Zero eftir Dennis Smith, háttsettan slökkviliðsmann í New York, er greint frá handvömm sem varð við byggingu turnanna. Hún tengist fjölskyldu mafíósaforingjans John Gotti og gæti hafa orsakað ótímabært hrun þeirra.Tengsl mafíunnarVið byggingu World Trade Center í New York fóru 200 þúsund tonn af stáli, sem er meira stál en notað var í Verrazano-brúna, lengstu upphengdu brú í Bandaríkjunum. Stálið var látið liggja úti í einhverjar vikur og talið að það hafi ryðgað. Fyrirtækið sem var ábyrgt fyrir að spreyja eldvörn á stálbitana gæti þannig hafa sett eldvörnina á ryðgað stálið. „Ef stálbitarnir verða fyrir höggi, þá hrekkur spreyjaða elvarnarhúðin af," er haft eftir Ron Hamburger verkfræðingi úr viðtali í the New Yorker.Eldvörn stálsins er einmitt lykilþáttur í hruni turnanna en slökkviliðsmenn á staðnum töldu að þeir gætu staðist mikinn eld í mun lengri tíma.Ef stálið varð bert vegna þess að eldvörnin hrökk af við höggið eða hafði rýrnað í áranna rás orsakaði það þenslu stálbitanna um leið og hitinn náði 600 gráðum. Málið flækist enn vegna áralangra málaferla sem áttu sér stað milli hafnaryfirvalda sem stóðu að byggingunum og verktakans sem útvegaði eldvörnina. Því var einnig haldið fram að Louis DiBono, yfirmaður fyrirtækisins, sem átti að setja eldvörnina á, hafi verið meðlimur mafíufjölskyldu Johns Gotti. Sagan segir að DiBono hafi verið skotinn eftir skipun Gottis sjálfs og lík hans fannst sundurskotið í bílageymslu World Trade Center. Þoldu árekstur Boeing 707Eftir sprengjutilræði í bílageymslu turnanna árið 1993 sagði Leslie Robertsson einn verkfræðinganna sem vann að burðarþolshönnun þeirra að turnarnir hefðu verið byggðir til að þola högg fullhlaðinnar Boeing 707 farþegaþotu sem væri auk þess með fulla eldsneytistanka. Á þeim tíma gátu hvorki arkitektar né verkfræðingar séð fyrir jafn fullkomna farþegaflugvél og Boeing 767 sem hefur mun meira vænghaf og flytur mun meira eldsneyti en 707.Í bókinni segir að Minoru Yamasaki arkitekt, sem teiknaði turnana, hafi að sjálfsögðu verið meðvitaður um að stál þenst út um 24 sentímetra á hvera 30 metra við 600 gráðu hita. Hann hafi án efa tekið tillit til þess möguleika að flugvél flygi á bygginguna með þeim afleiðingum að stál þendist út. Jafnvel að möguleiki væri á hruni, en aðeins á þeim helming sem byggingin varð fyrir árás. Byggingar hrynja oft að hluta í miklum brunum af þessum völdum. Eldsneyti vélarinnar sem flaug á suðurturninn dreifðist við höggið. Hitinn í eldinum var svo mikill að stálið þandist ekki bara út af afmörkuðu svæði. Stálgrindin sem hélt þyngd stálplatnanna og 7,5 sentimetra steypuplötunni á hverri hæð þandist út. Skrúfuboltarnir sem héldu grindinni við útveggi þöndust út. Þyngd hæðarinnar færðist yfir á innri súlurnar 47 í kringum lyftur og stiga, en þær gátu ekki staðið undir því álagi. Stálgrindur á eldvarnarhæðum losnuðu frá útveggjum, nánast á sama tíma, og útveggirnir svignuðu.Suðurturninn hrundi svo með 190 kílómetra hraða á 12 sekúndum klukkan 10.05, rétt rúmri klukkustund eftir að vél United Airlines flaug á hann. Fjörtíu þúsund tonn af 110 hæða byggingu sem tók ellefu ár í byggingu varð þannig að engu. Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi í bobba Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001. 3. mars 2008 11:17 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Cotillard hefur komið sér í nokkur vandræði Vestanhafs vegna ummæla sem hún lét falla um árásirnar á tvíburaturnana. Í viðtali á franskri sjónvarpsstöð fyrir ári dró leikkonan í efa að árásirnar á tvíburaturnana hefðu verið af völdum hryðjuverka. Máli sínu til stuðnings vísaði hún til þess hversu fljótt turnarnir hrundu eftir árásirnar og benti á að kviknað hefði í öðrum turnum í heiminum án þess að þeir hefðu hrunið. „Enginn þessara turna hrundi. Og þarna í New York á nokkrum mínútum var allt hrunið," sagði hún í viðtalinu sem var birt á franska vefnum Marianne2 nýlega. Í bókinni Report from Ground Zero eftir Dennis Smith, háttsettan slökkviliðsmann í New York, er greint frá handvömm sem varð við byggingu turnanna. Hún tengist fjölskyldu mafíósaforingjans John Gotti og gæti hafa orsakað ótímabært hrun þeirra.Tengsl mafíunnarVið byggingu World Trade Center í New York fóru 200 þúsund tonn af stáli, sem er meira stál en notað var í Verrazano-brúna, lengstu upphengdu brú í Bandaríkjunum. Stálið var látið liggja úti í einhverjar vikur og talið að það hafi ryðgað. Fyrirtækið sem var ábyrgt fyrir að spreyja eldvörn á stálbitana gæti þannig hafa sett eldvörnina á ryðgað stálið. „Ef stálbitarnir verða fyrir höggi, þá hrekkur spreyjaða elvarnarhúðin af," er haft eftir Ron Hamburger verkfræðingi úr viðtali í the New Yorker.Eldvörn stálsins er einmitt lykilþáttur í hruni turnanna en slökkviliðsmenn á staðnum töldu að þeir gætu staðist mikinn eld í mun lengri tíma.Ef stálið varð bert vegna þess að eldvörnin hrökk af við höggið eða hafði rýrnað í áranna rás orsakaði það þenslu stálbitanna um leið og hitinn náði 600 gráðum. Málið flækist enn vegna áralangra málaferla sem áttu sér stað milli hafnaryfirvalda sem stóðu að byggingunum og verktakans sem útvegaði eldvörnina. Því var einnig haldið fram að Louis DiBono, yfirmaður fyrirtækisins, sem átti að setja eldvörnina á, hafi verið meðlimur mafíufjölskyldu Johns Gotti. Sagan segir að DiBono hafi verið skotinn eftir skipun Gottis sjálfs og lík hans fannst sundurskotið í bílageymslu World Trade Center. Þoldu árekstur Boeing 707Eftir sprengjutilræði í bílageymslu turnanna árið 1993 sagði Leslie Robertsson einn verkfræðinganna sem vann að burðarþolshönnun þeirra að turnarnir hefðu verið byggðir til að þola högg fullhlaðinnar Boeing 707 farþegaþotu sem væri auk þess með fulla eldsneytistanka. Á þeim tíma gátu hvorki arkitektar né verkfræðingar séð fyrir jafn fullkomna farþegaflugvél og Boeing 767 sem hefur mun meira vænghaf og flytur mun meira eldsneyti en 707.Í bókinni segir að Minoru Yamasaki arkitekt, sem teiknaði turnana, hafi að sjálfsögðu verið meðvitaður um að stál þenst út um 24 sentímetra á hvera 30 metra við 600 gráðu hita. Hann hafi án efa tekið tillit til þess möguleika að flugvél flygi á bygginguna með þeim afleiðingum að stál þendist út. Jafnvel að möguleiki væri á hruni, en aðeins á þeim helming sem byggingin varð fyrir árás. Byggingar hrynja oft að hluta í miklum brunum af þessum völdum. Eldsneyti vélarinnar sem flaug á suðurturninn dreifðist við höggið. Hitinn í eldinum var svo mikill að stálið þandist ekki bara út af afmörkuðu svæði. Stálgrindin sem hélt þyngd stálplatnanna og 7,5 sentimetra steypuplötunni á hverri hæð þandist út. Skrúfuboltarnir sem héldu grindinni við útveggi þöndust út. Þyngd hæðarinnar færðist yfir á innri súlurnar 47 í kringum lyftur og stiga, en þær gátu ekki staðið undir því álagi. Stálgrindur á eldvarnarhæðum losnuðu frá útveggjum, nánast á sama tíma, og útveggirnir svignuðu.Suðurturninn hrundi svo með 190 kílómetra hraða á 12 sekúndum klukkan 10.05, rétt rúmri klukkustund eftir að vél United Airlines flaug á hann. Fjörtíu þúsund tonn af 110 hæða byggingu sem tók ellefu ár í byggingu varð þannig að engu.
Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi í bobba Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001. 3. mars 2008 11:17 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Óskarsverðlaunahafi í bobba Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001. 3. mars 2008 11:17