Tengist mafían hruni Tvíburaturnanna? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. mars 2008 00:01 Marion Cotillard hlaut Óskarinn fyrir bestan leik kvenna í myndinni La Vie en Rose sem byggir á ævi Edith Piaf. MYND/AFP Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Cotillard hefur komið sér í nokkur vandræði Vestanhafs vegna ummæla sem hún lét falla um árásirnar á tvíburaturnana. Í viðtali á franskri sjónvarpsstöð fyrir ári dró leikkonan í efa að árásirnar á tvíburaturnana hefðu verið af völdum hryðjuverka. Máli sínu til stuðnings vísaði hún til þess hversu fljótt turnarnir hrundu eftir árásirnar og benti á að kviknað hefði í öðrum turnum í heiminum án þess að þeir hefðu hrunið. „Enginn þessara turna hrundi. Og þarna í New York á nokkrum mínútum var allt hrunið," sagði hún í viðtalinu sem var birt á franska vefnum Marianne2 nýlega. Í bókinni Report from Ground Zero eftir Dennis Smith, háttsettan slökkviliðsmann í New York, er greint frá handvömm sem varð við byggingu turnanna. Hún tengist fjölskyldu mafíósaforingjans John Gotti og gæti hafa orsakað ótímabært hrun þeirra.Tengsl mafíunnarVið byggingu World Trade Center í New York fóru 200 þúsund tonn af stáli, sem er meira stál en notað var í Verrazano-brúna, lengstu upphengdu brú í Bandaríkjunum. Stálið var látið liggja úti í einhverjar vikur og talið að það hafi ryðgað. Fyrirtækið sem var ábyrgt fyrir að spreyja eldvörn á stálbitana gæti þannig hafa sett eldvörnina á ryðgað stálið. „Ef stálbitarnir verða fyrir höggi, þá hrekkur spreyjaða elvarnarhúðin af," er haft eftir Ron Hamburger verkfræðingi úr viðtali í the New Yorker.Eldvörn stálsins er einmitt lykilþáttur í hruni turnanna en slökkviliðsmenn á staðnum töldu að þeir gætu staðist mikinn eld í mun lengri tíma.Ef stálið varð bert vegna þess að eldvörnin hrökk af við höggið eða hafði rýrnað í áranna rás orsakaði það þenslu stálbitanna um leið og hitinn náði 600 gráðum. Málið flækist enn vegna áralangra málaferla sem áttu sér stað milli hafnaryfirvalda sem stóðu að byggingunum og verktakans sem útvegaði eldvörnina. Því var einnig haldið fram að Louis DiBono, yfirmaður fyrirtækisins, sem átti að setja eldvörnina á, hafi verið meðlimur mafíufjölskyldu Johns Gotti. Sagan segir að DiBono hafi verið skotinn eftir skipun Gottis sjálfs og lík hans fannst sundurskotið í bílageymslu World Trade Center. Þoldu árekstur Boeing 707Eftir sprengjutilræði í bílageymslu turnanna árið 1993 sagði Leslie Robertsson einn verkfræðinganna sem vann að burðarþolshönnun þeirra að turnarnir hefðu verið byggðir til að þola högg fullhlaðinnar Boeing 707 farþegaþotu sem væri auk þess með fulla eldsneytistanka. Á þeim tíma gátu hvorki arkitektar né verkfræðingar séð fyrir jafn fullkomna farþegaflugvél og Boeing 767 sem hefur mun meira vænghaf og flytur mun meira eldsneyti en 707.Í bókinni segir að Minoru Yamasaki arkitekt, sem teiknaði turnana, hafi að sjálfsögðu verið meðvitaður um að stál þenst út um 24 sentímetra á hvera 30 metra við 600 gráðu hita. Hann hafi án efa tekið tillit til þess möguleika að flugvél flygi á bygginguna með þeim afleiðingum að stál þendist út. Jafnvel að möguleiki væri á hruni, en aðeins á þeim helming sem byggingin varð fyrir árás. Byggingar hrynja oft að hluta í miklum brunum af þessum völdum. Eldsneyti vélarinnar sem flaug á suðurturninn dreifðist við höggið. Hitinn í eldinum var svo mikill að stálið þandist ekki bara út af afmörkuðu svæði. Stálgrindin sem hélt þyngd stálplatnanna og 7,5 sentimetra steypuplötunni á hverri hæð þandist út. Skrúfuboltarnir sem héldu grindinni við útveggi þöndust út. Þyngd hæðarinnar færðist yfir á innri súlurnar 47 í kringum lyftur og stiga, en þær gátu ekki staðið undir því álagi. Stálgrindur á eldvarnarhæðum losnuðu frá útveggjum, nánast á sama tíma, og útveggirnir svignuðu.Suðurturninn hrundi svo með 190 kílómetra hraða á 12 sekúndum klukkan 10.05, rétt rúmri klukkustund eftir að vél United Airlines flaug á hann. Fjörtíu þúsund tonn af 110 hæða byggingu sem tók ellefu ár í byggingu varð þannig að engu. Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi í bobba Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001. 3. mars 2008 11:17 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Cotillard hefur komið sér í nokkur vandræði Vestanhafs vegna ummæla sem hún lét falla um árásirnar á tvíburaturnana. Í viðtali á franskri sjónvarpsstöð fyrir ári dró leikkonan í efa að árásirnar á tvíburaturnana hefðu verið af völdum hryðjuverka. Máli sínu til stuðnings vísaði hún til þess hversu fljótt turnarnir hrundu eftir árásirnar og benti á að kviknað hefði í öðrum turnum í heiminum án þess að þeir hefðu hrunið. „Enginn þessara turna hrundi. Og þarna í New York á nokkrum mínútum var allt hrunið," sagði hún í viðtalinu sem var birt á franska vefnum Marianne2 nýlega. Í bókinni Report from Ground Zero eftir Dennis Smith, háttsettan slökkviliðsmann í New York, er greint frá handvömm sem varð við byggingu turnanna. Hún tengist fjölskyldu mafíósaforingjans John Gotti og gæti hafa orsakað ótímabært hrun þeirra.Tengsl mafíunnarVið byggingu World Trade Center í New York fóru 200 þúsund tonn af stáli, sem er meira stál en notað var í Verrazano-brúna, lengstu upphengdu brú í Bandaríkjunum. Stálið var látið liggja úti í einhverjar vikur og talið að það hafi ryðgað. Fyrirtækið sem var ábyrgt fyrir að spreyja eldvörn á stálbitana gæti þannig hafa sett eldvörnina á ryðgað stálið. „Ef stálbitarnir verða fyrir höggi, þá hrekkur spreyjaða elvarnarhúðin af," er haft eftir Ron Hamburger verkfræðingi úr viðtali í the New Yorker.Eldvörn stálsins er einmitt lykilþáttur í hruni turnanna en slökkviliðsmenn á staðnum töldu að þeir gætu staðist mikinn eld í mun lengri tíma.Ef stálið varð bert vegna þess að eldvörnin hrökk af við höggið eða hafði rýrnað í áranna rás orsakaði það þenslu stálbitanna um leið og hitinn náði 600 gráðum. Málið flækist enn vegna áralangra málaferla sem áttu sér stað milli hafnaryfirvalda sem stóðu að byggingunum og verktakans sem útvegaði eldvörnina. Því var einnig haldið fram að Louis DiBono, yfirmaður fyrirtækisins, sem átti að setja eldvörnina á, hafi verið meðlimur mafíufjölskyldu Johns Gotti. Sagan segir að DiBono hafi verið skotinn eftir skipun Gottis sjálfs og lík hans fannst sundurskotið í bílageymslu World Trade Center. Þoldu árekstur Boeing 707Eftir sprengjutilræði í bílageymslu turnanna árið 1993 sagði Leslie Robertsson einn verkfræðinganna sem vann að burðarþolshönnun þeirra að turnarnir hefðu verið byggðir til að þola högg fullhlaðinnar Boeing 707 farþegaþotu sem væri auk þess með fulla eldsneytistanka. Á þeim tíma gátu hvorki arkitektar né verkfræðingar séð fyrir jafn fullkomna farþegaflugvél og Boeing 767 sem hefur mun meira vænghaf og flytur mun meira eldsneyti en 707.Í bókinni segir að Minoru Yamasaki arkitekt, sem teiknaði turnana, hafi að sjálfsögðu verið meðvitaður um að stál þenst út um 24 sentímetra á hvera 30 metra við 600 gráðu hita. Hann hafi án efa tekið tillit til þess möguleika að flugvél flygi á bygginguna með þeim afleiðingum að stál þendist út. Jafnvel að möguleiki væri á hruni, en aðeins á þeim helming sem byggingin varð fyrir árás. Byggingar hrynja oft að hluta í miklum brunum af þessum völdum. Eldsneyti vélarinnar sem flaug á suðurturninn dreifðist við höggið. Hitinn í eldinum var svo mikill að stálið þandist ekki bara út af afmörkuðu svæði. Stálgrindin sem hélt þyngd stálplatnanna og 7,5 sentimetra steypuplötunni á hverri hæð þandist út. Skrúfuboltarnir sem héldu grindinni við útveggi þöndust út. Þyngd hæðarinnar færðist yfir á innri súlurnar 47 í kringum lyftur og stiga, en þær gátu ekki staðið undir því álagi. Stálgrindur á eldvarnarhæðum losnuðu frá útveggjum, nánast á sama tíma, og útveggirnir svignuðu.Suðurturninn hrundi svo með 190 kílómetra hraða á 12 sekúndum klukkan 10.05, rétt rúmri klukkustund eftir að vél United Airlines flaug á hann. Fjörtíu þúsund tonn af 110 hæða byggingu sem tók ellefu ár í byggingu varð þannig að engu.
Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi í bobba Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001. 3. mars 2008 11:17 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Óskarsverðlaunahafi í bobba Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001. 3. mars 2008 11:17