Erlent

Freyðandi sjór við Jótland?

Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende.

Við bæinn Hanstholm rak gáma sem féllu af finnsku flutningaskipi á land og höfðu þeir meðal annars að geyma sjampó og skó. Lögreglan í Hanstholm virðist hins vegar hafa verið of sein á vettvang því búið var að fjarlægja töluvert af varningnum. Lögregla náði hins vegar að stöðvar tvo menn sem hugðust brjótast inn í einn gáminn sem rekið hafði á land. Lögreglan mun nú gæta góssins og segir að hér sé ekki um reka að ræða. Vörurnar séu skráðar á tiltekna aðila og þeir eigi þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×