Jóhannes spurður út í bátamál á Miami 26. febrúar 2007 16:58 Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira
Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs
Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira