Erlent

Þrjátíu láta lífið í sprengingu á Indlandi

MYND/AFP

Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið eftir að sprengja sprakk í kvikmyndahúsi í Punjab héraði á Indlandi í gær. Mörg hundruð manns voru í kvikmyndahúsinu og greip um sig mikil skelfing þegar sprengjan sprakk.

Tróðust margir undir þegar mannfjöldinn reyndi komast út úr húsinu. Lögreglan telur víst að um hryðjuverkaárás sé að ræða og liggja herskáir múslimar undir grun. Enn hefur þó enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðinum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×