Enski boltinn

Warnock: Ég myndi standa mig betur en Eriksson

NordicPhotos/GettyImages

Neil Warnock, fyrrum þjálfari Sheffield United, segir að hann myndi án efa standa sig betur í starfi en Sven-Göran Eriksson ef hann fengi tækifæri til að taka við Manchester City. Svíinn hefur verið orðaður sterklega við félagið sem er nú á kafi í yfirtöku Thaksin Shinawatra.

"Þetta er ansi beitt spurning. Já, það held ég," sagði Warnock þegar Sky-fréttastofan spurði hvort hann væri heppilegri kandidat en Eriksson og bætti við að hann hefði áhyggjur af því að útlendingar væru í síauknum mæli að eignast lið á Englandi - slíkt hefði áhrif á að heimamenn fengju síður vinnu.

"Ég get skilið að eigendur vilji þjálfara á borð við Eriksson og það kemur eflaust að því að einn þeirra ræður hann," sagði Warnock, sem sjálfur getur ekki beðið eftir að taka til starfa á ný eftir að hann var rekinn frá United sem féll úr úrvalsdeildinni. "Mér er alveg sama hvar það er ef ég bara fæ vinnu. Það er allt í lagi svo lengi sem félagið á möguleika á að komast upp um deildir - það er áskorunin í þessu," sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×