Erlent

Venstre vill leggja niður konungdæmi í Noregi

MYND/Getty Images

Það eru haldnir landsfundir víðar en á Íslandi um helgina og á landsfundi borgarlega flokksins Venstre í Noregi var sú tillaga að leggja niður konungdæmi í Noregi samþykkt með meirihluta atkvæða.

„Konungsfjölskyldan hefur staðið sig vel en það er ekki rétt að embætti erfist í frjálslyndu nútímalýðræðisríki," segir Lars-Henrik Michelsen, formaður ungliðahreyfingar Venstre í samtali við norska ríkisútvarpið.

Formaður flokksins, Lars Sponheim greiddi atkvæði með tillögunni en benti á að þingbundinni konungsstjórn hefði verið komið á með þjóðaratkvæðagreiðslu og hana þyrfti einnig til að setja konungsfjölskylduna af.

Venstre fyrsti borgaralegi flokkurinn sem vill leggja niður konungdæmið í Noregi en áður höfðu flokkar á vinstri vængnum tekið það upp í stefnuskrá sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×