Enski boltinn

Coppell hrósaði Brynjari

NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Reading, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í 1-0 sigrinum á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði liðið hafa slakað of mikið á eftir að það náði forystu í leiknum en hrósaði Brynjari Birni Gunnarssyni fyrir vinnusemi sína á miðjunni.

"Mér fannst liðið spila ágætlega þangað til við náðum forystunni, en þá var eins og menn ætluðu bara að slaka alveg á. Brynjar var mjög öflugur gegn þessum sterku miðjumönnum sem Fulham hefur yfir að ráða og það er gríðarlega erfitt að mæta Fulham. Það er nóg af leikjum eftir og við viljum fá eins mörg stig og við getum," sagði Coppell.

Sky sjónvarpsstöðin gaf þeim Brynjari Birni og Ívari Ingimarssyni báðum 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína í dag, en Heiðar Helguson fékk aðeins 5 fyrir sitt 70 mínútna framlag hjá Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×